Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi í samræmi við lög um fiskeldi en Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 5. júní á síðasta ári.

Arctic Sea Farm sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 8.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi.

Fyrirtækið er fyrir með 5.300 tonna hámarkslífmassa í rekstrarleyfi (FE-1127) fyrir sjókvíeldi á regnbogasilung í Ísafjarðardjúpi. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin 20. maí 2019 og mun rekstrarleyfi FE-1127 falla niður við gildistöku nýs leyfis.

Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi í samræmi við lög um fiskeldi en Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 5. júní á síðasta ári.

Arctic Sea Farm sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 8.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi.

Fyrirtækið er fyrir með 5.300 tonna hámarkslífmassa í rekstrarleyfi (FE-1127) fyrir sjókvíeldi á regnbogasilung í Ísafjarðardjúpi. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin 20. maí 2019 og mun rekstrarleyfi FE-1127 falla niður við gildistöku nýs leyfis.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimili eldi í Ísafjarðardjúpi fyrir allt að 8.000 tonna hámarkslífmassa á regnbogasilungi og laxi, þar af má hámarkslífmassi af frjóum laxi að hámarki vera 5.200 tonn.

Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps er metið 30.000 tonn og heimilar áhættumat erfðablöndunar 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Starfsemin er þá einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.