Arctica Finance hagnaðist um 392 milljónir króna á síðasta ári en árið áður nam hagnaður 306 milljónum. Rekstrartekjur námu 1,3 milljörðum í fyrra, samanborið við 1,1 milljarð árið 2023.

Stjórn félagsins leggur til að 195,5 milljónir verði greiddar út til hluthafa á þessu ári og að stjórnin fái heimild til að greiða út viðbótararð að sömu fjárhæð. Stefán Þór Bjarnason er framkvæmdastjóri félagsins.

Lykiltölur / Arctica Finance

2024 2023
Tekjur 1.310  1.060
Eignir 828  663
Eigið fé 631  495
Afkoma 392  306
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.