Íslandssjóðir hf., dótturfélag Íslandsbanka, og Arctica Finance hf. hafa undirritað samning um sölu hlutdeildarskírteina sjóða Íslandssjóða. Arctica Finance mun annast sölu og innlausn viðskiptavina sinna á hlutdeildarskírteinum í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum Íslandssjóða. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka.
Arctica Finance hf. er verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti FME og býður upp á eignastýringu ásamt fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskipti. "Arctica Finance bætist hér með í hóp Íslandsbanka og Auðar Capital sem einnig annast viðskipti með sjóði Íslandssjóða. Íslandssjóðir hf. er sérhæft félag á sviði eignastýringar og annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Íslandssjóðir er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki og starfar á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki, verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði," segir í tilkynningunni,