Breska innviðafjárfestingarfélagið Digital 9 Infrastructure (D9) hefur náð samkomulagi um sölu á öllu hlutafé í gagnaversfyrirtækinu Verne Global, sem á og rekur eitt stærsta gagnaver landsins á Ásbrú í Reykjanesbæ, til sjóða í stýringu hjá og á vegum franska sjóðastýringafyrirtækisins Ardian.

Kaupverðið fyrir öll þrjú Verne Global systurfyrirtækin á Íslandi, Finnlandi og Bretlandi nemur allt að 575 milljónum dala eða sem nemur tæplega 79 milljörðum króna á gengi dagsins. Þar af eru 135 milljónir dala, eða hátt í 19 milljarðar króna, háðar því hvort Verne Global nái markmiðum um EBITDA-afkomu árið 2026.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði