Arion banki hefur gert breytingar á inn- og útlánsvöxtum sem taka gildi strax á mánudaginn næsta. Breytingarnar eru eftirfarandi:

Íbúðalán

Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 9,64%

Kjörvextir

Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 10,85%.

Bílalán

Kjörvextir bílalána lækka um 0,50 prósentustig og verða 11,25%.

Yfirdráttarvextir

Yfirdráttavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 15,75%.

Kreditkort

Greiðsludreifing og veltuvextir kreditkorta lækka um 0,50 prósentustig og verða 15,75%.

Innlán

Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig

Vextir annarra óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig

Í tilkynningu frá bankanum er greint frá því að vaxtabreytingar útlána Arion banka taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.