Arion Banki sagði í gær upp átta manns en upplýsingafulltrúi bankans, Haraldur Guðni Eiðsson, segir í samtali við Vísiað uppsagnirnar séu liður í breytingum einstakra sviða.
Uppsagnirnar ná til fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs, upplýsingatæknisviðs og sviðs rekstrar og menningar.
Að sögn Haraldar er ekki um stóra skipulagsbreytingu að ræða enda starfi um 800 manns hjá bankanum.
„Í svona stóru fyrirtæki er alltaf ákveðin starfsmannavelta. Þarna er um að ræða áherslu- og skipulagsbreytingar innan tiltekinna eininga sem leiða til þess að það eru átta einstaklingar sem létu af störfum hjá okkur í gær,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.