Arion Banki sagði í gær upp átta manns en upp­lýsinga­full­trúi bankans, Haraldur Guðni Eiðs­son, segir í sam­tali við Vísiað upp­sagnirnar séu liður í breytingum ein­stakra sviða.

Upp­sagnirnar ná til fyrir­tækja- og fjár­festinga­banka­sviðs, upp­lýsinga­tækni­sviðs og sviðs rekstrar og menningar.

Að sögn Haraldar er ekki um stóra skipu­lags­breytingu að ræða enda starfi um 800 manns hjá bankanum.

„Í svona stóru fyrir­tæki er alltaf á­kveðin starfs­manna­velta. Þarna er um að ræða á­herslu- og skipu­lags­breytingar innan til­tekinna eininga sem leiða til þess að það eru átta ein­staklingar sem létu af störfum hjá okkur í gær,“ segir Haraldur í sam­tali við Vísi.