Akkur – greining og ráðgjöf fjallaði um verðlagningu Arion banka fyrir nokkrum dögum. Í þeirri umfjöllun kemur fram að að frá því að frummatsskýrsla Arion banka kom út í desember síðastliðnum hafi framtíðarhorfur bankans breyst töluvert til hins betra. Akkur hefur ekki uppfært verðmat sitt að sinni en birti aftur á móti stutta samantekt um verðlagningu og samanburð á nýjustu afkomuspá við Frumskýrslu.
Í samantektinni kemur m.a. fram að samkvæmt nýju spánni muni heildartekjur bankans aukast og þá sérstaklega vaxtatekjur, sem stafi „bæði af sterkari vaxtamun en gert var ráð fyrir auk þess sem útlánavöxtur hefur verið meiri“.
Enn fremur segir að bankinn hafi náð góðum tökum á rekstrarkostnaði enda sé hann að lækka um um það bil 700 milljónir króna á ári samkvæmt nýju afkomuspánni. Telur Akkur að allt að þetta muni skila Arion banka auknum tekjum upp á 2 til 5 milljarða króna á ári.
Í samantekt Akks segir að Arion banki hafi sjaldan verið jafn ódýr sé miðað við markaðsvirði og hagnað, V/H hlutfall. „Núverandi verðlagning er á pari við verðlagningu í mesta svartnættinu í COVID,“ segir í samantekt Akks.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.