Hagspár stóru viðskiptabankanna þriggja, Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 5,8-6,2% í lok árs 2024.

Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði 5,8% og Seðlabankinn 6,2%. Hagstofan, Arion banki og Íslandsbanki reikna svo með að verðbólga verði 6%. Arion banki er svartsýnastur um þróun verðbólgunnar út árið 2026 og reiknar með 4,6% verðbólgu í lok árs 2025 og 3,8% verðbólgu ári síðar.

Hagstofan er aftur á móti með bjartsýnustu spána og spáir 3,9% verðbólgu í lok næsta árs og 2,7% í lok 2026. Hagstofan gerir svo ráð fyrir að verðbólgan verði komin í 2,5%, sem er lögbundið verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands árið 2027.

Hagspár Arion banka og Landsbankans ná út árið 2027 en Íslandsbanka og Seðlabankans út árið 2026. Arion banki og Landsbankinn hafa ekki trú á að verðbólga verði komin í markmið árið 2027. Arion banki og Landsbankinn reikna báðir með 3,3% verðbólgu árið 2027.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.