Ásdís Helga Ágústsdóttir, arkitekt og framkvæmdastjóri Yrki arkitekta, segir að stofan hafi tekið að sér fjölda stórra verkefna í fyrra.

„Það má í raun segja að það hafi hrúgast inn stór verkefni til okkar á síðustu tveimur árum. Meðal þessara stóru verkefna sem við höfum verið að vinna má nefna nýja Stúdentagarða Háskóla Íslands, en alls eru 240 íbúðir á þeim og verður framkvæmdum lokið um næstu áramót. Þá höfum við einnig verið að vinna í byggingarverkefni við Móaveg, sem er í gegnum íbúðafélagið Bjarg og eru 156 íbúðir þar á lokastigi. Auk þess höfum við verið í hönnunarvinnu fyrir Helgafellsskóla, sem er í framkvæmd í Mosfellsbæ. Þetta er mjög stór bygging, eða um 8.000 fermetrar, en byggingin mun hýsa grunn- og leikskóla. Við höfum sömuleiðis tekið að okkur stór innanhússhönnunarverkefni og sáum við t.d. um innanhússhönnun í höfuðstöðvum Sýnar."

Ásdís segir að Yrki leggi mikið upp úr góðri markaðssetningu, en stofan markaðssetji sig á annan hátt en margar aðrar stofur. „Við erum dugleg að fara þessar hefðbundnu leiðir eins og að taka þátt í útboðum og samkeppnum. En svo erum við einnig mikið í því að leita að samstarfi þar sem við undirbúum verkefni sjálf. Þannig sjáum við tækifæri í að kaupa t.d. fasteign eða land og vinnum svo að verkefninu með fyrirtæki eða einstaklingum. Sem dæmi vorum við með íbúðaverkefni á Strandgötu í Hafnarfirði, en þar komu verktakar á svæðið til að hefja framkvæmdir og þá seldum við okkur út úr verkefninu. Á þeim tímapunkti vorum við búin að útbúa deiliskipulagið og gera allar teikningar sem á þarf að halda. Á þennan hátt náum við stundum að skapa okkur verkefni."

Nánar er fjallað um málið í Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, fylgiriti Viðskiptablaðsins sem unnið var í samstarfi við Kelduna. Blaðið er opið öllum og er hægt að nálgast pdf-útgáfu hér .

Ásdís Helga Ágústsdóttir, arkitekt og framkvæmdastjóri Yrki arkitekta, segir að stofan hafi tekið að sér fjölda stórra verkefna í fyrra.

„Það má í raun segja að það hafi hrúgast inn stór verkefni til okkar á síðustu tveimur árum. Meðal þessara stóru verkefna sem við höfum verið að vinna má nefna nýja Stúdentagarða Háskóla Íslands, en alls eru 240 íbúðir á þeim og verður framkvæmdum lokið um næstu áramót. Þá höfum við einnig verið að vinna í byggingarverkefni við Móaveg, sem er í gegnum íbúðafélagið Bjarg og eru 156 íbúðir þar á lokastigi. Auk þess höfum við verið í hönnunarvinnu fyrir Helgafellsskóla, sem er í framkvæmd í Mosfellsbæ. Þetta er mjög stór bygging, eða um 8.000 fermetrar, en byggingin mun hýsa grunn- og leikskóla. Við höfum sömuleiðis tekið að okkur stór innanhússhönnunarverkefni og sáum við t.d. um innanhússhönnun í höfuðstöðvum Sýnar."

Ásdís segir að Yrki leggi mikið upp úr góðri markaðssetningu, en stofan markaðssetji sig á annan hátt en margar aðrar stofur. „Við erum dugleg að fara þessar hefðbundnu leiðir eins og að taka þátt í útboðum og samkeppnum. En svo erum við einnig mikið í því að leita að samstarfi þar sem við undirbúum verkefni sjálf. Þannig sjáum við tækifæri í að kaupa t.d. fasteign eða land og vinnum svo að verkefninu með fyrirtæki eða einstaklingum. Sem dæmi vorum við með íbúðaverkefni á Strandgötu í Hafnarfirði, en þar komu verktakar á svæðið til að hefja framkvæmdir og þá seldum við okkur út úr verkefninu. Á þeim tímapunkti vorum við búin að útbúa deiliskipulagið og gera allar teikningar sem á þarf að halda. Á þennan hátt náum við stundum að skapa okkur verkefni."

Nánar er fjallað um málið í Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, fylgiriti Viðskiptablaðsins sem unnið var í samstarfi við Kelduna. Blaðið er opið öllum og er hægt að nálgast pdf-útgáfu hér .