Skráning breska hálf­leiðar­a­fyrir­tækisins Arm á Nas­daq fór ein­stak­lega vel af stað í gær og rauk gengið upp á fyrsta við­skipta­degi.

Tí­föld um­fram­eftir­spurn var eftir bréfum fyrir­tækisins og var út­boðs­gengið 51 Banda­ríkja­dalur. Gengið hækkaði um tæp 25% á fyrsta við­skipta­degi og lokaði í 64 dölum.

Stór frumút­boð hafa verið af skornum skammti síðast­liðna mánuði og er vonast eftir því að vel heppnað út­boð Arm hvetji fleiri fyrir­tæki til að fara á markað.

Sam­kvæmt út­boðs­genginu var markaðs­virði Arm 54 milljarðar dalir en stendur nú í 68 milljörðum. Markaðs­virði Arm er því um 9,2 þúsund milljarðar ís­lenskra króna.

Fjár­festinga­sjóðurinn Soft­bank átti allt hluta­fé fyrir­tækisins en sjóðurinn hélt eftir 90% eignar­hlut.

Gengi Soft­bank hækkaði um rúm 5 % í að­draganda út­boðsins en sjóðurinn hefur átt gott ár markaði og hefur gengið hækkað um 19% á árinu.

Arm hefur lengi verið vonar­stjarna breskra tækni­fyrir­tækja og sagði Rishi Sunak, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, í vikunni að það væri „spark í and­litið“ að Soft­bank hafi á­kveðið að skrá fyrir­tækið á Nas­daq fremur en í Kaup­höllina í London.