Hagnaður Arma, sem er leigufyrirtæki í byggingageiranum, nam hálfum milljarði króna á síðasta ári.

Það er 43% betri afkoma en árið á undan þegar félagið hagnaðist um 349 milljónir.

Rekstrartekjur félagsins námu 2,6 milljörðum króna og jukust um 18% á milli ára, úr 2,2 milljörðum árið 2020.

Þá hækkaði eigið fé félagsins á milli ára úr 1,9 milljörðum króna í 2,3 milljarða. Í árslok námu eignir félagsins 4,6 milljörðum króna.

Lykiltölur

2021 2020
Afkoma 499 349
Rekstrartekjur 2,620 2,211
Eignir 4,642 3,743
Eigið fé 2,330 1,931
- í milljónum króna