Arna Bryndís Baldvins McClure keypti í dag hlutabréf í Síldarvinnslunni (SVN) fyrir 2 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en Arna er varamaður í stjórn og situr í endurskoðunarnefnd SVN.
Arna, sem er lögmaður hjá Samherja, keypti 17.100 hluti í SVN á genginu 117 krónur á hlut rétt fyrir þrjúleytið í dag. Í ársreikningi SVN fyrir árið 2021 kemur fram að hún átti 15.000 hluti í eigin nafni í lok síðasta árs. Því má ætla að Arna eigi 32.100 hluti í Síldarvinnslunni sem er rúmlega 3,8 milljónir króna að markaðsvirði.
Síldarvinnslan birti uppgjör í síðustu viku en útgerðarfélagið hagnaðist um 2,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi.