Hlutabréf Arnarlax verða tekin til viðskipta á First North-markaði Kauphallar Íslands nú á föstudaginn. Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningu rétt í þessu um að Kauphöllin hafi samþykkt umsókn laxeldisfyrirtækisins þess efnis.

Félagið tilkynnti um áformin fyrir rétt rúmum mánuði síðan, en gaf þá aðeins upp að ætlunin væri að félagið yrði skráð í haust.

Hlutabréf Arnarlax verða tekin til viðskipta á First North-markaði Kauphallar Íslands nú á föstudaginn. Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningu rétt í þessu um að Kauphöllin hafi samþykkt umsókn laxeldisfyrirtækisins þess efnis.

Félagið tilkynnti um áformin fyrir rétt rúmum mánuði síðan, en gaf þá aðeins upp að ætlunin væri að félagið yrði skráð í haust.

Arnarlax hefur verið skráð í norsku Kauphöllina frá árinu 2019 og verður því tvískráð frá og með skráningunni hér. Ekki verður því haldið frumútboð líkt og í aðdraganda flestra annarra skráninga síðustu ár, þar sem eignarhald er nú þegar nægjanlega dreift.

Í samtali við Viðskiptablaðið í lok ágúst þegar tilkynnt var fyrst um skráningaráformin sagði Björn Hembre, framkvæmdastjóri Arnarlax, um ánægjuleg tímamót að ræða.

„Það er okkur mjög mikilvægt að íslenskur almenningur hafi tækifæri til að taka þátt í okkar vegferð sem hluthafar, án þess að þurfa að standa í alls konar veseni og taka gengisáhættu,“ sagði hann og vísaði þar til skráningarinnar í norsku Kauphöllina.