Væntingar eru um að skuldabréfamarkaðir verði fjárfestum gjöfulir í ár eftir sögulega vont ár 2022.

Raunar var síðasta ár afar óvenjulegt þar sem bæði skuldabréf og hlutabréf lækkuðu almennt í verði. 

WSJ bendir á að ávöxtunarkrafa tíu ára bandarískra ríkisskuldabréfa hafi lækkað á fyrstu dögum nýs árs, sem þýðir að verð skuldabréfa hækkar.

Í umfjöllun Bloomberg er bent á að hækkun á verði skuldabréfa í upphafi ársins sé skarpasta í upphafi árs á þessari öld.

Von um lækkandi verðbólgu og vísbendingar um að Seðlabanki Bandaríkjanna hægi á stýrivaxtahækkunum þykja renna stoðum undir batnandi horfur fyrir fjárfesta á skuldabréfamörkuðum.

Þó er vandrataður vegur fram undan fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna enda ýtir lækkandi vaxtastig skuldabréfa undir frekari lántöku og þar með þenslu sem ýtt getur undir verðhækkanir.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 19. janúar.