Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur safnað mestu af liðsmönnum samtakanna í Mottumars sem nú gengur yfir.

Samtökin kalla sig Skegg atvinnulífsins og hafa safnað í heildina 65 þúsund kr. Ásdís hefur safnað mestu af liðsmönnunum, eða 17 þúsund kr. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, kemur þar á eftir með 12 þúsund kr.

Skegg atvinnulífsins eru sem stendur í fjórða sæti í liðakeppninni. Í efsta sætinu sitja Drúídar á Íslandi sem hafa safnað 408 þúsund kr. Þá er HB Grandi í öðru sæti með 88 þúsund kr. og áhöfnin á Jóhönnu ÁR-206 situr í þriðja sæitnu með 70 þúsund kr.