Undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra er komin á peningaseðla í fyrsta sinn með útgáfu nýrra tíu þúsund króna seðla.

Ásgeir er tuttugasti seðlabankastjórinn sem skrifar undir íslenska peningaseðla, en undrskriftin er ein af öryggisatriðum í gerð seðlanna.

Af um 80 milljörðum króna af seðlum og mynt í umferð eru tæplega 50 milljarðar í tíu þúsund króna seðlum en um 4,5 milljarðar í mynt.

Seðlarnir sem nú eru í gildi eru hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. Tíu þúsund króna seðillinn var fyrst settur í umferð árið 2013 og er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni.

Seðlabankinn áætlar að um 1,8% af smásöluviðskiptum eigi sér stað með reiðufé en yfir 98% séu rafræn.

Fréttin birtist í málið í Viðskiptablaðinu sem kom út 16. febrúar.