Seðlabankinn og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hafa legið undir gagnrýni vegna stöðunnar í efnahagsmálum hér heima. Benda gagnrýnendur þá gjarnan á að þrátt fyrir miklar hækkanir á stýrivöxtum sé verðbólgan enn að aukast.
„Núverandi seðlabankastjóri hefur staðið sig mjög vel," segir Heiðar Guðjónsson fjárfestir í samtali við Viðskiptablaðið. „Hann er aftur á móti með ómögulegt verkefni, sem er að reyna að stýra örmynt í samkeppni við stærstu viðskiptamyntir heims. Það sem við höfum upplifað síðustu þrjátíu ár er að verðbólga úti um allan heim hefur ekki verið vandamál. Þegar svo árar þá er hún ekki heldur sérstakt vandamál á Íslandi en þetta eru bara einstakar aðstæður.
Ef hins vegar það er verðbólga úti í heimi þá er verðbólgan á Íslandi alltaf margfeldi af því. Þannig að verkefnið er vonlaust því við erum að flytja verðbólguna inn og íslenski seðlabankinn hefur engan trúverðugleika miðað við stærstu seðlabanka heims. Á þessu þrjátíu ára tímabili sem ég nefndi, þá trúðu menn því virkilega hér að við Íslendingar værum búnir að finna einhverja töfraformúlu til að halda verðbólgu niðri, nei það var ekki svo, heimsaðstæður voru bara einstakar.“
Spurður hvort þessar ytri aðstæður skipti meira mál hvað varðar þróun verðbólgunnar en að Seðlabankinn, hið opinbera og vinnumarkaðurinn gangi í takt svarar Heiðar: „Ytri aðstæður eru grunnurinn. Ef minnka á bilið á milli verðbólgu hér og úti þá þurfa ríkisfjármálin að vera til fyrirmyndar, sem þau hafa alls ekki verið.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild hér.