Ásgeir Jónsson selabankastjóri telur of snemmt að ræða um að slaka á raunvaxtaaðhaldi Seðlabankans þrátt fyrir að verðbólguhorfur séu á réttri leið. Þetta kom fram á kynningarfundi Seðlabankans í morgun en peningastefnunefnd bankans lækkaði stýrivexti í morgun úr 9,0% í 8,5%.
„Ég held að það sé þörf á þéttu raunvaxtaaðhaldi til þess að áfram þrýsta hagkerfinu niður í jafnvægi. Þið bara sjáið það, við erum búin að vera beita mjög harðri peningastefnu núna í einhvern tíma. Það voru 9,25% stýrivextir í fjórtán mánuði og 8,5% eru náttúrulega mjög háir vextir þrátt fyrir allt. Það bara sýnir að einhverju leyti kraftinn sem er í kerfinu,“ sagði Ásgeir.
Peningastefna Seðlabankans fylgi efnahagshorfum hverju sinni og þar skipti þróun verðbólgunnar og verðbólguvæntingar miklu máli fyrir framhaldið.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði