Al­þýðu­sam­band Ís­lands mun funda með stjórn­endum Ís­lands­banka seinna í dag en verka­lýðs­fé­lagið á­kvað fyrir helgi að hætta í við­skiptum við Ís­lands­banka vegna brota bankans við sölu­með­ferð á hlut ríkisins í sjálfum sér.

Skömmu áður á­kvað VR að hætta í við­skiptum við bankann af sömu á­stæðum.

Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ, segir í sam­tali við Við­skipta­blaðið, að ASÍ væri ekki kominn með nein til­boð frá öðrum við­skipta­bönkum og að fram­haldið muni skýrast eftir fundinn á eftir.

„Það er ekkert enn þá farið að gerast,“ segir Finn­björn.

Spurður um kostnaðinn við það að færa öll við­skipti verka­lýðs­fé­lagsins á milli banka, segir Finn­björn það eigi einnig eftir að skýrast eftir fundinn.

Þyrfti að fara aftur fyrir miðstjórn

Hvort það sé mögu­leiki á því að ASÍ verði á­fram í við­skiptum við Ís­lands­banka segir Finn­björn að það hafi verið á­kvörðun mið­stjórnar ASÍ að hætta í við­skiptum við bankann.

„Það er þá eitt­hvað sem við þyrftum að taka fyrir mið­stjórn aftur og það kemur í ljós þegar þessum fundi lýkur,“ segir Finn­björn.

Í yfir­lýsingu frá stjórn VR fyrir helgi kallaði verka­lýðs­fé­lagið eftir því að stjórn bankans og það starfs­fólk sem á­byrgð ber á lög­brotum axli þá á­byrgð. Við­brögð Ís­lands­banka og svör for­svars­manna hans við kröfum fé­lagsins eru að mati stjórnar VR ó­full­nægjandi.

Töluverðar breytingar eftir sáttina við FME

Eftir sátt Ís­lands­banka við Fjár­mála­eftir­lit seðal­bankans lét Birna Einars­dóttir banka­stjóri af störfum og tók Jón Guðni Ómars­son fjár­mála­stjóri bankans við sem banka­stjóri.

Á hlut­hafa­fundi í lok júlí var ný stjórn kjörin og tók Linda Jóns­dóttir við sem nýr stjórnar­for­maður bankans.

Á hlut­hafa­fundinum lagði Jón Guðni fram víð­tæka, um­fangs­mikla og ítar­lega að­gerðar­á­ætlun sem hrint verður í fram­kvæmd í sam­starfi við ráð­gjafa­fyrir­tækið Oli­ver Wyman og ætlað er að endur­hugsa ýmsa ferla og starfs­reglur bankans í því skyni að styrkja á­hættu­menningu.

Þá lét Atli Rafn Björns­son af störfum í júlí en hann stýrði fyrir­tækja­ráð­gjöf Ís­lands­banka frá 2019.

Ás­mundur Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri á sviði fyrir­tækja og fjár­festa hjá Ís­lands­banka, á­kvað einnig stíga til hliðar í byrjun júlí.