Landsréttur hefur dæmt Áslaugu Thelmu Einarsdóttir í vil í máli hennar gegn Orku náttúrunnar, einu af dótturfélögum Orkuveitu Reykjavíkur.

Með dómnum snéri Landsréttur við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í dómsorði Landsréttar segir að viðurkennd sé skaða og miskabótaskylda Áslaugar vegna ólögmætrar uppsagnar 10. september 2018 á ráðningarsamningi. Orka náttúnnar skal greiða Áslaug samtals þrjár milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.

Áslaug tjáir sig um dóminn

Á færslu á Facebook segir Áslaug:

„For­saga máls­ins er sú að mér var fyr­ir­vara­laust sagt upp störf­um í sept­em­ber 2018 eft­ir að ég hafði ít­rekað kvartað und­an fram­komu fram­kvæmda­stjór­ans sem var minn næsti yf­ir­maður. Það var hann sem sagði mér upp og vildi helst fylgja mér beint út úr húsi.

Í kjöl­farið leitaði ég til stjórn­ar­for­manns fyr­ir­tæk­is­ins þar sem ég gerði hon­um grein fyr­ir ít­rekuðum kvört­un­um mín­um. Dag­inn eft­ir okk­ar fund, þrem­ur dög­um eft­ir mína upp­sögn,var fram­kvæmda­stjór­inn rek­inn. Sú upp­sögn var sögð vera vegna fram­komu hans við sam­starfs­fólk en þó var það látið fylgja að mitt mál og hans upp­sögn tengd­ust ekki

Það sem á eft­ir fylgdi var ótrú­leg fram­ganga vinnu­veit­and­ans, Orku­veitu Reykja­vík­ur, í minn garð með stuðningi eða í það minnsta þegj­andi samþykki ráðandi afla í eig­enda­hópi fyr­ir­tæk­is­ins.“

Áslaug segist hafa verið smánuð opinberlega af fyrirtækinu, baráttan hafi tekið fjögur ár og þakkar öllum sem studdu hana stuðninginn.

Dómur Landsréttar í heild.