Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir vonbrigði að enn sé svo mikil spenna í hagkerfinu að það sé þörf fyrir því að hækka stýrivexti. Hann segist opinn fyrir því að auka aðhald í ríkisfjármálum en stóru vonbrigðin séu þau að samtal stjórnvalda og vinnumarkaðarins hafi engu skilað síðastliðinn áratug.
„Það eru vonbrigði að við séum enn í þessum fasa að vera með þetta mikla spennu í hagkerfinu og þörf fyrir vaxtahækkanir. Það gefur okkur ástæðu til þess að skoða hvort auka þurfi enn frekar aðhaldið miðað við það sem við kynntum við framlagningu fjármálaáætlunar,“ segir Bjarni.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í gær vexti um 1,25 prósentustig, úr 7,5% í 8,75%. Nefndin hækkaði jafnframt bindiskyldu innlánsstofnana úr 1% í 2%.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði