Ashley Buchanan hefur verið rekinn sem forstjóri bandarísku fataverslunarkeðjunnar Kohl‘s fyrir að hafa beint viðskiptum fyrirtækisins að konu sem hann átt í ástarsambandi við. Á vef WSJ segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem einkalíf forstjórans og konunnar valdi usla.
Kohl‘s tilkynnti síðasta fimmtudag að búið væri að reka Buchanan eftir að upp komst um mjög óvenjulegan samstarfssamning sem forstjórinn vildi gera við kaffifyrirtæki elskhugans síns, Chandra Holt.
Buchanan og Holt kynntust fyrst þegar þau störfuðu hjá Walmart fyrir nokkrum árum og var samband þeirra sagt vera ein af ástæðum þess að Buchanan og fyrrverandi eiginkona hans skildu. Þau búa saman í dag í fínu hverfi á golfvelli í úthverfi Dallas.
Stjórnarteymi Kohl‘s komst að þeirri niðurstöðu að Buchanan hefði brotið gegn siðareglum fyrirtækisins í tveimur mismunandi tilvikum þar sem hann átti í persónulegu sambandi við samstarfsaðila Kohl‘s, án þess að minnast á það við fyrirtækið.