Fjórir héraðsdómarar sóttu um setningu í embætti dómara við Landsrétt, sem dómsmálaráðuneytið auglýsti þann 10. febrúar síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út þann 27. febrúar síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir:
- Arnaldur Hjartarson héraðsdómari
- Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómari
- Ástráður Haraldsson héraðsdómari
- Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari
Um er að ræða setningu til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs landsréttardómara, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins.
„Sett verður í embætti hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara lýkur störfum.“