Áætlað er að starfsmenn í tveimur af stærstu jarðgasverksmiðjum í Ástralíu munu fara í verkfall þann 7. september næstkomandi. Óttast er að verkfallið gæti hafi töluverð áhrif á heimsmarkaðsverð.
Verkalýðsfélög starfsmanna hafa átt í árangurslausum viðræðum í Chevron undanfarnar vikur um laun og vinnuaðstæður.
Bandaríski olíurisinn Chevron rekur verksmiðjurnar tvær og segir fyrirtækið að það muni halda áfram að gera ráðstafanir til að tryggja „örugga og áreiðanlega starfsemi“ ef til raskanir verða á aðstæðum.
Wheatstone og Gorgon stöðvarnar tvær framleiða rúmlega 5% af öllu jarðgasi í heiminum en um 500 starfsmenn vinna í báðum verksmiðjunum. Verkfallið myndi fela í sér 11 klukkutíma stöðvun á vinnu.
„Þó svo að við teljum ekki að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegar til að samkomulag náist, þá skiljum við samt sem áður að starfsmenn hafi rétt til að grípa til slíkra aðgerða,“ segir í tilkynningu frá Chevron.
Offshore Alliance, samstarf verkalýðsfélaganna sem fara fyrir máli starfsmanna, hafa lýst stöðugum vonbrigðum með nálgun Chevron í samningaviðræðum. Það segir að það hafi reynt að ná samkomulagi um nokkur lykilatriði, þar á meðal laun, atvinnuöryggi, vinnuskrár og þjálfun.