Breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca framleiðir eitt mest notaða Covid-19 bóluefni heims og hefur frá því að faraldurinn hófst lagt höfuðáherslu á sölu bóluefnisins.

En nú þegar dregur úr eftirspurn eftir bóluefninu hyggst félagið draga úr Covid-19 bóluefnaframleiðslunni og einblínir nú á framleiðslu lyfja til brjóstakrabbameinsmeðferðar.

Greinendur telja að umrætt lyf geti skapað félaginu marga milljarða dala í tekjur.