Ástralski gullframleiðandinn Ramelius Resources vill kaupa annan gullframleiðanda frá sama landi, Spartan Resources, en verði kaupin að veruleika nemur virði Spartan um 1,5 milljörðum Bandaríkjadala.

Tilboð Ramelius felur í sér að 0,16 sent verða greidd með reiðufé fyrir hvern hlut, auk 0,7 nýja hluti fyrir hvern hlut í Spartan, að því er kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu félaganna.

Með þessu sjá stjórnendur fyrirtækjanna tækifæri til að búa til stærra gullnámufyrirtæki sem er þar af leiðandi meira aðlaðandi í augum fjárfesta.

Fyrirhugaður samruni hefur einnig verið settur í samhengi við hækkandi gullverð, sem fór yfir 3.000 bandaríkjadali á únsu á föstudag, í fyrsta sinn í sögunni, sem er tilkomið vegna óvissu um tollstefnu Bandaríkjanna sem hefur leitt til þess að fjárfestar leita í eignir sem taldar eru áhættuminni.

Áströlsku gullfyrirtækin sögðu sameinað fyrirtæki geta orðið „stærra, með meira seljanleika og áhugaverðara fyrir fjárfesta“.