Aug­lýsinga­stofan SAHARA hefur sett upp mæla­borð sem fylgist með því í raun­tíma hvað fram­bjóð­endur til em­bættis for­seta Ís­lands eru að gera á Goog­le, Face­book og öðrum sam­fé­lags­miðlum.

Sam­kvæmt mælaborðinu hefur Face­book síðan Ást­þór for­seti eytt 7,8 milljónum í aug­lýsingar á sam­fé­lags­miðlum á síðustu 90 dögum.

Face­book-síðan Halla Hrund- fyrir fram­tíðina hefur eytt næst­mest en sam­kvæmt mæla­borðinu hefur Halla Hrund keypt aug­lýsingar fyrir rúma hálfa milljón á sama tímabili.

Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr hafa einnig eytt yfir hálfri milljón í aug­lýsingar á samfélagsmiðlum.

Ás­dís Rán (IceQu­een) hefur eytt lang­minnst eða um 130 krónum á tímabilinu. Sahara tekur fram það séu ekki nægar upp­lýsingar um Facebook síður Ei­ríks Inga Jóhanns­sonar og Steinunnar Ó­línu Þor­steins­dóttur.

Auglýsingakaup frambjóðenda
Auglýsingakaup frambjóðenda

Mæla­borðið, sem er bein­tengt við gögn hjá Goog­le og Meta, sýnir einnig upp­lýsingar um þróun á fjölda fylgj­enda allra fram­bjóð­enda á sam­fé­lags­miðlum og áhuga á þeim, byggt á leitum í leitar­vél Goog­le.

„Sér­fræðingar Sahara hreykja sér af því að vera gagna­drifin og tóku því saman þetta mæla­borð til að fylgjast með helstu gögnum í kringum sam­fé­lags­miðla og Goog­le í að­draganda for­seta­kosninganna. Við tókum saman sam­bæri­legt mæla­borð í síðustu al­þingis­kosningum og sáum okkur leik á borði að endur­taka þann leik og vonum að al­menningur hafi fyrst og fremst gaman af þessu,” segir Andreas Aðal­steins­son, yfir­maður staf­rænnar deildar og partner hjá SAHARA í til­kynningu.

Hægt er að fylgjast með mælaborðinu hér.