Heildverslunin Innnes hagnaðist um 285 milljónir í fyrra, samanborið við 33 milljónir árið 2022. Tekjur jukust um 4,7 milljarða milli ára og námu 17,8 milljörðum.

Félagið keypti Djúpalón ehf. á árinu, sem sérhæfir sig í sjávarfangi, en bókfært verð félagsins nemur 669 milljónum samkvæmt ársreikningi.  Hlutdeild í hagnaði dótturfélagsins nam 79 milljónum.

Bókfærðar eignir í árslok 2023 námu 6.703 milljónum, samanborið við 5.772 milljónir í lok árs 2022, og eigið fé nam 2.784 milljónum, samanborið við 2.514 milljónir árið áður.

Magnús Óli Ólafsson er forstjóri Innnes en félagið er alfarið í eigu Dalsnes ehf.