Atli Rafn Björnsson, fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, hefur stofnað einkahlutafélagið Atlantis Advisory ehf. samkvæmt hlutafélagaskrá.
Atli var yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans á árunum 2019 til 2023 en sagði starfi sínu lausu skömmu eftir að samkomulag bankans og Fjármálaeftirlit Seðlabankans var birt.
Tilgangur félagsins Atlanis Advisory samkvæmt skráningu er að veita viðskiptaráðgjöf og rekstrarráðgjöf.
Ásamt því mun félagið hafa milligöngu með kaupum og sölu á fyrirtækjum, eignum og eignarhlutum, umsjón með gerð yfirtökutilboða, skráningu og afskráningu félaga í kauphöll, gerð verðmata, greininga og ráðgjöf við val á fjárfestingum og fjármögnunarleiðum, stefnumótun tengd eignabreytingum, rekstrarráðgjöf, fjárhagsleg endurskipulagning og önnur ráðgjöf tengd fjármálamörkuðum.
Félagið mun einnig vera bjóða upp á milligöngu með kaupum og sölu á fasteignum auk lánastarfsemi.