Atli Rafn Björns­son, fyrr­verandi yfir­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Ís­lands­banka, hefur stofnað einka­hluta­fé­lagið At­lantis Advis­ory ehf. sam­kvæmt hluta­fé­laga­skrá.

Atli var yfir­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar bankans á árunum 2019 til 2023 en sagði starfi sínu lausu skömmu eftir að sam­komu­lag bankans og Fjár­mála­eftir­lit Seðla­bankans var birt.

Til­gangur fé­lagsins At­lanis Advis­ory sam­kvæmt skráningu er að veita við­skipta­ráð­gjöf og rekstrar­ráð­gjöf.

Ásamt því mun félagið hafa milli­göngu með kaupum og sölu á fyrir­tækjum, eignum og eignar­hlutum, um­sjón með gerð yfir­töku­til­boða, skráningu og af­skráningu fé­laga í kaup­höll, gerð verð­mata, greininga og ráð­gjöf við val á fjár­festingum og fjár­mögnunar­leiðum, stefnu­mótun tengd eigna­breytingum, rekstrar­ráð­gjöf, fjár­hags­leg endur­skipu­lagning og önnur ráð­gjöf tengd fjár­mála­mörkuðum.

Fé­lagið mun einnig vera bjóða upp á milli­göngu með kaupum og sölu á fast­eignum auk lána­starf­semi.