Atli Rafn Björnsson, yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, hefur látið af störfum hjá bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. Ellert Hlöðversson sem hefur verið yfir verðbréfamiðlun Íslandsbanka mun taka við starfi Atla Rafns.
Atli er þar með þriðji stjórnandinn hjá Íslandsbanka sem lætur af störfum eftir að samkomulag bankans og Fjármálaeftirlitsins var birt fyrir viku síðan.
Greint var frá því á laugardaginn að Ásmundur Tryggvason væri að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta Íslandsbanka. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi af Ásmundar en hann hafði gegnt starfinu frá árinu 2019.
Hávært ákall hefur verið um að starfsfólk bankans sæti ábyrgð eftir að tæplega 100 blaðsíðna skýrsla FME vegna sáttarinnar – sem fól í sér 1,2 milljarða króna sekt – var gerð opinber síðastliðinn mánudag.
Birna Einarsdóttir þáverandi bankastjóri sagði af sér á aðfaranótt miðvikudags eftir hálfan annan áratug í starfi vegna málsins.
Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri tók við af Birnu sem bankastjóri Íslandsbanka.