Atli Rafn Björns­son, yfir­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Ís­lands­banka, hefur látið af störfum hjá bankanum, sam­kvæmt heimildum Inn­herja. Ellert Hlöð­vers­son sem hefur verið yfir verð­bréfa­miðlun Ís­lands­banka mun taka við starfi Atla Rafns.

Atli er þar með þriðji stjórnandinn hjá Ís­lands­banka sem lætur af störfum eftir að sam­komu­lag bankans og Fjár­mála­eftir­litsins var birt fyrir viku síðan.

Atli Rafn Björns­son, yfir­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Ís­lands­banka, hefur látið af störfum hjá bankanum, sam­kvæmt heimildum Inn­herja. Ellert Hlöð­vers­son sem hefur verið yfir verð­bréfa­miðlun Ís­lands­banka mun taka við starfi Atla Rafns.

Atli er þar með þriðji stjórnandinn hjá Ís­lands­banka sem lætur af störfum eftir að sam­komu­lag bankans og Fjár­mála­eftir­litsins var birt fyrir viku síðan.

Greint var frá því á laugar­daginn að Ás­mundur Tryggva­son væri að stíga til hliðar sem fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækja og fjár­festa Ís­lands­banka. Kristín Hrönn Guð­munds­dóttir hefur tekið við starfi af Ás­mundar en hann hafði gegnt starfinu frá árinu 2019.

Há­vært á­kall hefur verið um að starfs­fólk bankans sæti á­byrgð eftir að tæp­lega 100 blað­síðna skýrsla FME vegna sáttarinnar – sem fól í sér 1,2 milljarða króna sekt – var gerð opin­ber síðast­liðinn mánu­dag.

Birna Einars­dóttir þá­verandi banka­stjóri sagði af sér á að­fara­nótt mið­viku­dags eftir hálfan annan ára­tug í starfi vegna málsins.

Jón Guðni Ómars­son fjár­mála­stjóri tók við af Birnu sem banka­stjóri Ís­lands­banka.