Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru alls 7.600 atvinnulausir í ágúst 2023.

Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var þá 3,3% í ágúst, hlutfall starfandi var 78,7% og atvinnuþátttaka var 81,4%.

Atvinnuleysi dróst því saman um 0,2 prósentustig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi jókst um 0,9 prósentustig og atvinnuþátttaka um 0,8 prósentustig.