Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 7.900 manns atvinnulausir í október. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 3,3%, hlutfall starfandi var 79,4% og atvinnuþátttaka 82,1%.

Í greiningu segir að árstíðaleiðrétti atvinnuleysi hafi dregist saman um eitt og hálft prósentustig milli mánaða.

„Þess bar að geta að mæling fyrir september var óvanalega há ef horft er til síðustu mánaða. Hlutfall starfandi stóð nánast í stað og atvinnuþátttaka minnkaði um eitt prósentustig.“

Þá segir að mælt atvinnuleysi í október hafi verið 3,0%, árstíðaleiðrétt 3,3% og leitni 3,4%.