Í september 2024 voru 12.700 atvinnulausir samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.
Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 5,2%, samanborið við 2,6% í september, og tvöfaldaðist því milli mánaða. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var síðast hærra í október 2021.
Árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi var 79,2% og lækkaði um 2,3 prósentustig milli mánaða. Atvinnuþátttaka stóð nánast í stað og var 83,5%.
„Fyrir september mánuð má sjá nokkra breytingu frá undanförnum mælingum á vinnuafli en mælt atvinnuleysi var 4,6%, árstíðaleiðrétt 5,2% og leitni 3,4%.“