Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16 til 74 ára hér á landi hefur aldrei mælst meiri frá því samfelld mæling hófst árið 2003. Atvinnuþátttakan mældist 83,6% á öðrum ársfjórðungi samkæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar en leita þarf aftur til ársins 2016 til finna sambærilega mælingu.
Fjöldi fólks á aldrinum 16 til 74 ára sem var á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi 2024 var 241.600 manns. Hlutfall þeirra af mannfjölda hækkaði um 1,7 prósentustig frá öðrum ársfjórðungi 2023, úr 81,9% í 83,6%.
Konur voru 109.600 eða 79,6% atvinnuþátttaka og karlar voru 132.000 eða 87.3% atvinnuþátttaka.
Fjöldi starfandi fólks á öðrum ársfjórðungi 2024 var 232.900 manns og var hlutfall starfandi einstaklinga af mannfjölda 80,6%. Frá öðrum fjórðungi 2023 til annars fjórðungs 2024 fjölgaði starfandi fólki um 10.800 manns og hlutfall þess af mannfjölda jókst um 1,5 prósentustig.