Úkraínski herinn hefur sótt hart fram gegn Rússum síðustu daga í austurhluta Úkraínu. Hafa Úkraínumenn náð aftur landsvæði í nágrenni borgarinnar Kharkiv. Svæðið er ríflega þrefalt stærra en höfuðborgarsvæðið hér á landi.

Vsevolod Kozhemiako er einn ríkasti maður Úkraínu. Hann var á skíðum í Austurríki ásamt fjölskyldu sinni þegar Rússar réðust inn í landið þann 24. febrúar. Í dag er Kozhemiako yfirmaður í 127. herfylki, sem hann setti saman eingöngu af sjálfboðaliðum. Kozhemiako hefur verið í fremstu víglínu síðustu daga en hann birti myndband af sér í gær í nágrenni Kharkiv, ekki fjarri landamærum Úkraínu og Rússlands.

Kharkiv er heimaborg Kozhemiako og er hann einn margra athafnamanna frá borginni sem hefur lagt til háar fjárhæðir í baráttunni gegn Rússum.

Kozhemiako rekur AGROTRADE Group, stórt fyrirtæki í landbúnaði, en Forbes mat eignir hans árið 2002 á 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um 14 milljarða króna. Að sögn viðskiptatímaritsins var Kozhemiako þá 88. ríkasti maður Úkraínu.

Hann er einnig ræðismaður Austurríkis í Kharkiv.

Þessi mynd var tekin af Í dag er Kozhemiako í maí.
Ástandið í Kharkiv er hefur verið skelfilegt allt frá því að Rússar réðust þar inn í byrjun innrásarinnar.