Warren Buffett, forstjóri og stjórnarformaður Berkshire Hathaway, greinir frá því að auður hans muni nánast allur renna til nýs góðgerðasjóðs á vegum barna hans þegar hann fer yfir móðuna miklu.

Börnin hans þrjú munu síðan ákveða sín á milli í hvaða góðgerðarmál fjármunirnir renna. Virði eignarhlutar Buffett í Berkshire Hathaway nemur í dag hátt í 130 milljörðum dala.

Warren Buffett, forstjóri og stjórnarformaður Berkshire Hathaway, greinir frá því að auður hans muni nánast allur renna til nýs góðgerðasjóðs á vegum barna hans þegar hann fer yfir móðuna miklu.

Börnin hans þrjú munu síðan ákveða sín á milli í hvaða góðgerðarmál fjármunirnir renna. Virði eignarhlutar Buffett í Berkshire Hathaway nemur í dag hátt í 130 milljörðum dala.

Í gegnum tíðina hefur hann gefið sjóði Bill og Melindu Gates fleiri milljarða dala en í viðtali við Wall Street Journal segir Buffett að engir fjármunir muni renna til þeirra eftir að hann deyr.

Hinn 93 ára Buffett segist ekki hafa gefið börnum sínum nein sérstök fyrirmæli en sjálfur telji hann að fjármunirnir eigi að nýtast þeim sem „ekki hafa verið eins heppin og þau.“