Passari Markaðstorg er stafrænt markaðstorg sem tengir foreldra og gæludýraeigendur við trausta og áreiðanlega passara. Markmið lausnarinnar er að auðvelda fólki aðgengi að þjónustu sem styður daglegt líf og styrkir tengsl innan samfélagsins.
Stofnendur markaðstorgsins eru þær Aníta Ísey Jónsdóttir og Rebekka Levin en Rebekka segir í samtali við Viðskiptablaðið að þegar boltinn hafi fyrst byrjað að rúlla var hugsunin sú að appið gæti virkað sem nokkurs konar Uber-þjónusta fyrir passara.
Rebekka segir að Passari Markaðstorg hafi þróast með skemmtilegum hætti en upphaflega var ekki ljóst hvort hugmyndin yrði að veruleika. Þær hafi hins vegar fengið mjög mikinn meðstyrk, bæði frá fólki innan samfélagsins og ýmsum fyrirtækjum.
„Hugmyndin varð til þegar hún Aníta flutti til Siglufjarðar en þá missti hún í raun allt sitt tengslanet og átti mjög erfitt með að fá pössun. Við áttum svo símtal og úr því varð til þessi hugmynd. Við skráðum hana svo í gríni í Gulleggið 2023 en svo æxlaðist hún þaðan.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.