Veitingamaðurinn Ágúst Freyr Hallsson hefur auglýst til sölu 14,1 fermetra bás á Hafnartorgi Gallery á vefsíðunni Kennitalan.is. Gildandi leigusamningur er á rýminu.

Ágúst Freyr er meðal eiganda veitingastaðarins Kualua sem hefur verið starfræktur á Hafnartorgi Gallery frá opnun mathallarinnar í ágúst 2022. Kualua býður upp á svokallaðar Poke skálar.

Veitingamaðurinn Ágúst Freyr Hallsson hefur auglýst til sölu 14,1 fermetra bás á Hafnartorgi Gallery á vefsíðunni Kennitalan.is. Gildandi leigusamningur er á rýminu.

Ágúst Freyr er meðal eiganda veitingastaðarins Kualua sem hefur verið starfræktur á Hafnartorgi Gallery frá opnun mathallarinnar í ágúst 2022. Kualua býður upp á svokallaðar Poke skálar.

Í auglýsingunni nefna seljendur 5 milljónir króna sem hugmynd að verði. Kaupanda stendur einnig til boða að kaupa reksturinn og vörumerkið á veitingastaðnum.

Nokkrir litlir veitingastaðir og vandaðar verslanir eru reknar á Hafnartorgi Gallery. Heimar fasteignafélag er eigandi verslunar- og þjónustukjarnans.