Hlutafé hins nýstofnaða flugfélags Niceair á Akureyri var aukið í byrjun júni.
Aukningin nam um 156 milljónum króna að nafnvirði í byrjun júní, úr 237 milljónum í tæpar 400 milljónir króna. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, hafði boðað að aukið fé þyrfti til að byggja upp reksturinn, en jómfrúarflug sitt fór félagið í frá Akureyrarflugvelli þann 2. júní. Félagið er í eigu fjölda aðila á Norðurlandi á borð við KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi og kælismiðjan Frost.
Niceair flýgur sem stendur frá Akureyri til Kaupmannahafnar og Tenerife, auk þess sem afa sinnt leiguflugi. Til stóð að vera með áætlunarflug til London en félagið þurfi að aflýsta öllu flugi þangað vegna vanda sem snúa að fugrekstrarleyfi Hifly, sem leigir út Niceair vélar.
Félagið tilkynnti fyrr í vikunni að sætanýting í júní, fyrsta starfsmánuðinn hafi verið 69% sætanýtingu 86% það sem af er júlímánuði.
Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 21. júlí 2022