Af­nám stimpil­gjalds við fast­eigna­kaup, aukin orkuöflun, áfram­haldandi inn­flutningur jarðefna­elds­neytis­bíla og samræmt náms­mat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mests stuðnings þátt­tak­enda í kosninga­prófi Við­skiptaráðs 2024.

Sam­kvæmt til­kynningu frá Við­skiptaráði hafa yfir 10.000 manns nú tekið kosninga­prófið, þar sem af­staða er tekin til 60 spurninga um marg­vís­leg mál­efni.

„Mestur stuðningur var við af­nám stimpil­gjalds við kaup á fast­eignum. Stimpil­gjöld eru enda úrelt skatt­heimta sem dregur úr veltu á fast­eigna­markaði og vel­ferð með því að hindra við­skipti á milli aðila. [1] Sé miðað við niður­stöður Kosningaátta­vita Við­skiptaráðs, þar sem öll stjórn­mála­fram­boð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosninga­prófinu, gæti af­nám þess raun­gerst á næsta kjörtíma­bili, en sjö fram­boð eru fylgjandi af­námi og tvö hlut­laus,” segir í til­kynningu á vef Við­skiptaráðs.

Fjórða vinsælasta málið var samræmt náms­mat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einka­aðila jafnt sem opin­bera um annars stigs heil­brigðisþjónustu, t.d. ákveðnar skurðað­gerðir.

Þá voru nær allir þátt­tak­endur á móti því að selja hlut í Lands­virkjun, en 83% voru and­víg því á meðan 8% voru fylgjandi.

„Niður­staðan var ekki jafn af­gerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna tak­markaðan stuðning við að draga úr lög­verndun starfa og starfs­heita.

Einnig má merkja nokkurn stuðning við gjald­frjálsar skólamáltíðir auk þess sem ríf­lega helmingur svar­enda er and­vígur sölu á hlutum í Kefla­víkur­flug­velli og/eða Lands­bankanum. Þá njóta íbúðir í skammtíma­leigu og kaup­auka­greiðslur fjár­mála­fyrir­tækja ekki mikils stuðnings meðal þátt­tak­enda í kosninga­prófinu.”