Sala á rafbílum jókst í ágústmánuði samanborið við sama mánuð í fyrra.

Kínverski bílaframleiðandinn BYD seldi ríflega 373 þúsund rafbíla í ágúst, sem er 36% aukning frá í fyrra. Þess má geta að í fyrra tók BYD fram úr Volkswagen sem sá framleiðandi sem selur flesta bíla í Kína.

Bílaframleiðandinn Li Auto, sem hefur verið á miklu flugu síðan hann setti fyrsta rafbílinn á markað árið 2019, jók söluna um 38% milli ára. Li Auto seldi ríflega 48 þúsund bíla í ágúst en vinsældir Li L6 hafa verið miklar í Kína.

Aukin rafbílasala í Kína er meðal annars tilkomin vegna aukinna niðurgreiðslna kínverska ríkisins til neytenda sem ákveða að endurnýja bílinn sinn en einnig hafa kínverskir bílaframleiðendur lækkað verð á nýjum bílum þónokkuð á árinu. Vinsældir tvinnbíla (e. hybrid) hafa verið að aukast Kína líkt og víða annars staðar, m.a. á Íslandi.