Mar Advisors, sem veitir ráðgjöf tengda innviðum og sjávarútvegi, hagnaðist um 55 milljónir króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út arður að fjárhæð 30 milljónir króna.
Tekjur félagsins námu 148 milljónum króna og jukust um 27 milljónir á milli ára, en frá árinu 2019 hafa tekjurnar nærri þrefaldast. Rekstrargjöld námu tæplega 80 milljónum króna, þar af voru laun og launatengd gjöld nærri 50 milljónir en ársverk voru 3,1 talsins.
Eignir félagsins námu 85 milljónum króna og eigið fé 64 milljónum króna í lok síðasta árs.
Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri MAR Advisors, á 44% hlut í félaginu, Jón Garðar Guðmundsson 30% hlut og Rósant Már Torfason 26% hlut.