Bílaumboðið Hekla hagnaðist um 596 milljónir króna í fyrra sem var ríflega helmingssamdráttur milli ára.

Rekstrartekjur námu 18,4 milljörðum og jukust um 7,3% en kostnaðarverð seldra vara jókst um tæp 13% og framlegð dróst því saman um 12% og nam 3,3 milljörðum.

Heildareignir námu 5,5 milljörðum í árslok og eigið fé 2,6 og var eiginfjárhlutfall því 46,4% og féll um 2 prósentustig milli ára. Stjórn leggur til 175 milljóna króna arðgreiðslu vegna ársins.