Þekkingar­fyrir­tækið Arctic Trucks International ehf. hagnaðist um 83 milljónir á árinu 2023 sem er næstum tvö­földun á milli ára.

Eigið fé fé­lagsins var 339 milljónir króna að með­töldu hluta­fé að fjár­hæð 89 milljónir króna.

Þetta kemur fram í árs­reikningi sem hefur að geyma sam­stæðu­reikning Arctic Trucks International og dóttur­fé­laga þess, Arctic Trucks Polar og Arctic Trucks UK Limited.

Starf­semi fé­lagsins felst í ný­sköpun og þróun breytinga á jeppum.

Þekkingar­fyrir­tækið Arctic Trucks International ehf. hagnaðist um 83 milljónir á árinu 2023 sem er næstum tvö­földun á milli ára.

Eigið fé fé­lagsins var 339 milljónir króna að með­töldu hluta­fé að fjár­hæð 89 milljónir króna.

Þetta kemur fram í árs­reikningi sem hefur að geyma sam­stæðu­reikning Arctic Trucks International og dóttur­fé­laga þess, Arctic Trucks Polar og Arctic Trucks UK Limited.

Starf­semi fé­lagsins felst í ný­sköpun og þróun breytinga á jeppum.

Fé­lagið rekur dóttur­fé­lag í Bret­landi en hefur auk þess gert sér­leyfis­samninga við Arctic Trucks í Noregi, Sví­þjóð, Finn­landi, Ís­landi, Pól­landi, Belgíu, Sam­einuðu arabísku fursta­dæmunum, Suður-Afríku og Norður-Ameríku.

Dóttur­fé­lagið Arctic Trucks Polar annast leið­angurs­þjónustu fyrir vísinda­starf og ferða­þjónustu á Suður­skautinu, í Kanada og á Græn­landi.

Velta á árinu nam rúmum milljarði króna og jókst um 314 milljónir milli ára, eða um 46%.

Frum­tak II á 44% hlut, Emil Gríms­son stofnandi fé­lagsins á 31,1%, Bering ehf. 12,1%, Dala­vesta 6% og Smára­berg ehf. 3,6%. Aðrir hlut­hafar eiga 2,8%.

Arctic Trucks International sérhæfir sig í nýsköpun í þróun breytinga á jeppum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)