Mosfellsbakarí skilaði tæplega 29 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra, samanborið við 19 milljóna króna hagnað árið 2022.
Mosfellsbakarí skilaði tæplega 29 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra, samanborið við 19 milljóna króna hagnað árið 2022.
Félagið rekur tvö bakarí, annars vegar að Háholti 13-15 í Mosfellsbæ og á Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík.
Rekstrartekjur félagsins jukust um 6,3% milli ára og námu 743 milljónum króna. Rekstrarhagnaður (EBIT) jókst úr 28 milljónum í 40 milljónir. Ársverk voru óbreytt í 36.
Eignir Mosfellsbakarís námu 138 milljónum og eigið fé var um 56 milljónir í árslok 2023.
Hafliði Ragnarsson er framkvæmdastjóri Mosfellsbakarís en hann á 60% hlut í bakaríinu og eftirstandandi 40% eru í eigu systur hans, Lindu Bjarkar Ragnarsdóttur.
Lykiltölur / Mosfellsbakarí
2022 |
699 |
28 |
19 |
153 |
52 |
36 |