Svens ehf., sem rekur ellefu niktótínpúðaverslanir, hagnaðist um tæplega 87 milljónir króna í fyrra, samanborið við 65 milljónir árið 2022. Félagið hyggst greiða út 50 milljónir í arð þriðja árið í röð.

Svens ehf., sem rekur ellefu niktótínpúðaverslanir, hagnaðist um tæplega 87 milljónir króna í fyrra, samanborið við 65 milljónir árið 2022. Félagið hyggst greiða út 50 milljónir í arð þriðja árið í röð.

Velta Svens jókst um 15,8% milli ára og nam 1.381 milljón í fyrra. Rekstrarhagnaður félagsins jókst úr 81 milljón í 106 milljónir milli ára.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 293 milljónir og eigið fé var um 125 milljónir í árslok 2023.

Stærstu hluthafar Svens eru Litli Gaston ehf, félag í eigu Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, og Media Center ehf., félag Ragnars Orra Benediktssonar, sem eiga sitthvorn 40% hlut. Þá á OP ehf., félag í eigu Matthíasar Björnssonar, 20% hlut.

Lykiltölur / Svens ehf.

2023 2022
Rekstrartekjur 1.381 1.192
EBIT 105,9 81,5
Hagnaður 86,9 65,4
Eignir 292,6 217,0
Eigið fé 124,7 87,9
Ársverk 22 18
- í milljónum króna