Innanríkisráðuneyti Finnlands opnaði nýlega vefsíðu sem ætlað er að aðstoða íbúa við undirbúning fyrir ýmis neyðartilvik. Á síðunni eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við neyðarástandi, svo sem langvarandi rafmagnstruflunum, vatnsskorti, truflunum í fjarskiptum, öfgafullum veðurskilyrðum, faröldrum, og jafnvel hernaðarátökum.
Sænskar almannavarnir tóku einnig skref í sömu átt á mánudaginn síðastliðinn, og sendu bæklinga heim til fólks. Í bæklingnum var lögð áhersla á mikilvægi þess að íbúar séu undirbúnir fyrir möguleikanum á stríði. Bæklingurinn ber nafnið „If Crisis or War Comes“ eða á íslensku „Í tilfelli kreppu eða stríðs“.
Um er að ræða uppfærða útgáfu á bæklingi sem sænsk yfirvöld hafa í fimm skipti sent til íbúa síðan í seinni heimsstyrjöldinni, síðast árið 2018 og þar á undan árið 1961 þegar Kalda stríðið var í hámæli.