Ferða­skrif­stofan FERIA hagnaðist um 98 milljónir króna árið 2023. FERIA býður sér­hæfða þjónustu fyrir ein­stak­linga, stofnanir og fyrir­tæki með sér­staka á­herslu á við­skipta­ferðir. FERIA er dóttur­fé­lag Icelandair Group.

Við­skipta­deild FERIA hefur vaxið jafnt og þétt sam­hliða því að fyrir­tæki og stofnanir eru í auknum mæli að leita hag­kvæmari leiða við skipu­lagningu við­skipta­ferða.

Ferða­skrif­stofan VITA var rekin af FERIA allt til ársins 2022 en þá varð VITA partur af Icelandair og nefnist í dag Icelandair VITA. Icelandari VITA sér­hæfir sig í pakka­ferðum eins og t.d. borgar­ferðum, sólar­ferðum, golf-, skíða- og hópa­ferðum á­samt siglingum og sér­ferðum.

Breytingin var einnig svar við aukinni eftir­spurn frá fyrir­tækjum og stofnunum eftir aukinni þjónustu og á­reiðan­leika í við­skipta­ferðum.

„Við á­kváðum að ferða­skrif­stofan FERIA væri því með á­herslu á við­skipta­ferðir. Hefur þessi stefnu­mörkun skilað góðum árangri og við höldum á­fram að byggja upp og mæta óskum okkar við­skipta­vina,“ segir Soffía.

Mætum þörfum fólks

„Við erum búin að vera starfandi í 15 ár og höfum við á­vallt verið með á­herslu á fram­úr­skarandi þjónustu í við­skipta­ferðum og fyrir­tækja­þjónustu,“ segir Soffía.

„Við erum í eigu Icelandair Group en störfum sem sjálf­stæð eining með okkar eigin IATA númer. Við erum með samning við öll helstu flug­fé­lög í heiminum og leggjum á­herslu á að finna bestu og hag­kvæmustu leiðir fyrir okkar við­skipta­vini. Við veitum ein­stak­lingum og fyrir­tækjum al­hliða þjónustu við bókun á flug­ferðum með samninga við helstu flug­fé­lög í heimi.“

Soffía segir að stofnanir og fyrir­tæki leiti til FERIA í auknum mæli í stað þess að starfs­menn séu sjálfir að bóka.

„Breytingar á við­skipta­ferðum eru tíðar og oft er skammur fyrir­vari til að að­laga flug­bókun að þörfum þeirra sem eru á ferðinni vegna við­skipta­erinda. Raunin er einnig sú að flug­á­ætlanir hjá flug­fé­lögum breytast stundum og raskanir verða á brott­farar- og komu­tímum. Einnig hafa ferðir til Asíu og Afríku aukist þar sem þörf er á tengi­flugi og sam­setningu fleiri en eins flug­fé­lags. Þetta gerir það að verkum að ein­faldara, þægi­legra og ó­dýrara er að ferða­skipu­leggjandi komi að og annist utan­um­hald á bókunum. Við hjá FERIA leggjum því upp með að mæta þörfum fólks, fyrir­tækja og stofnana, sem eru í við­skipta­erindum. Við erum með 24 tíma þjónustu allan ársins hring í okkar fyrir­tækja­þjónustu.“

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Blaðið er opið öllum og hægt er að skoða það hér.