Á­vöxtunar­krafa á ríkis­skulda­bréfi Banda­ríkjanna til tíu ára fór yfir 5% í morgun og hefur krafan ekki verið hærri síðan 2007.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal má rekja hækkunina í morgun til um­mæla Jerome Powell seðla­banka­stjóra sem sagði að hann sæi engin merki um að peninga­stefnan væri að þrengja of mikið að.

Hærri krafa á ríkis­skulda­bréf hefur venju­lega nei­kvæð á­hrif á hluta­bréfa­markaðinn vestan­hafs en von er á upp­gjörum tækni­risanna Alp­habet og Micros­oft í vikunni.

Á­vöxtunar­krafa á ríkis­skulda­bréfi Banda­ríkjanna til tíu ára fór yfir 5% í morgun og hefur krafan ekki verið hærri síðan 2007.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal má rekja hækkunina í morgun til um­mæla Jerome Powell seðla­banka­stjóra sem sagði að hann sæi engin merki um að peninga­stefnan væri að þrengja of mikið að.

Hærri krafa á ríkis­skulda­bréf hefur venju­lega nei­kvæð á­hrif á hluta­bréfa­markaðinn vestan­hafs en von er á upp­gjörum tækni­risanna Alp­habet og Micros­oft í vikunni.

Hlutabréfavísitölur lækka

Fram­virkir samningar tengdir S&P 500 vísi­tölunni, Dow Jones og Nas­daq 100 ýttu vísi­tölunum niður í morgun. S&P 500 hefur lækkað um meira en 1%, Dow Jones um 0,8% og Nasdaq 100 um 1,5%

S&P 500 vísi­talan hefur hækkað um 10% á árinu en lækkað um tæp 3% síðast­liðinn mánuð.

Sam­kvæmt Fact­Set hefur 73% fyrir­tækja í vísi­tölunni skilað meiri hagnaði en von var á sem og lægra hluta­fall en fimm ára meðal­talið sem er 77%.