Fjárfestingarfélagið Aztiq verður einn af helstu bakhjörlum RIFF á næstu árum, að því er fram kemur í nýlega undirrituðum samstarfssamningi, en kvikmyndahátíðin verður sett í tuttugasta og fyrsta sinn þann 26. september nk. og stendur til 6. október.

Helstu fjárfestingar Aztiq eru í lyfja- og heilsutengdum fjárfestingum, en jafnframt hefur félagið fjárfest hérlendis í fasteignum, samfélagsverkefnum, menningu og listum.

Fjárfestingarfélagið Aztiq verður einn af helstu bakhjörlum RIFF á næstu árum, að því er fram kemur í nýlega undirrituðum samstarfssamningi, en kvikmyndahátíðin verður sett í tuttugasta og fyrsta sinn þann 26. september nk. og stendur til 6. október.

Helstu fjárfestingar Aztiq eru í lyfja- og heilsutengdum fjárfestingum, en jafnframt hefur félagið fjárfest hérlendis í fasteignum, samfélagsverkefnum, menningu og listum.

RIFF var fyrir skömmu valin ein af tuttugustu mikilvægustu hátíðum í heimi að mati tímaritsins Moviemaker, en árlega sækja hana hundruð erlendra gesta víða að úr heiminum og er RIFF ein fjölsóttasta hátíð landsins.

„Við teljum mjög mikilvægt að leggja okkar af mörkum þegar kemur að alþjóðlegum viðburðum í íslensku samfélagi. Það skiptir okkur máli að RIFF gangi vel því lýðheilsa felst ekki síst í góðu menningarefni sem hreyfir við fólki og samfélagi þess,“ segir Jóhann G. Jóhannsson forstöðumaður hjá Aztiq.

Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af óháðri og sjálfstæðri kvikmyndaframleiðslu í hæstu gæðum með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn.